Evrópuríki huga að afléttingu ferðatakmarkana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2020 19:00 Stopp, segir hér á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Til stendur að aflétta takmörkunum á þessum landamærum þann 15. júní. EPA/Lukas Barth-Tuttas Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira