Líkti samherja sínum við Road Runner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2020 14:00 Alphonso Davies á sprettinum. getty/A. Hassenstein Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk. Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Fáir fótboltamenn eru fljótari en Alphonso Davies, kanadíski landsliðsmaðurinn hjá Bayern München. Bayern sigraði Borussia Dortmund, 0-1, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Joshua Kimmich skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Með sigrinum náðu Bæjarar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Eftir sigurinn á Westfalen-vellinum í gær fór Thomas Müller í viðtal þar sem hann líkti Davies við teiknimyndapersónuna Road Runner. Í teiknimyndunum Looney Tunes er Road Runner á stöðugum flótta undan sléttuúlfnum sísvanga Wile E. Coyote. Road Runner hefur alltaf betur í baráttu þeirra, enda frárri á fæti og ekki jafn seinheppinn og sléttuúlfurinn. Davies átti nokkra rosalega spretti í leiknum gegn Dortmund í gær. Hann elti m.a. Erling Håland uppi er hann virtist vera sloppinn í gegnum vörn Bayern. „Alphonso er gríðarlega kraftmikill leikmaður. Hann er ekki alltaf fullkomlega staðsettur en þegar andstæðingurinn heldur að hann hafi tíma kemur Road Runner hjá Bayern á fleygiferð - „meep meep“ - og vinnur boltann,“ sagði Müller og líkti eftir eina hljóðinu sem Road Runner gefur frá sér. .@esmuellert_: When the opponent thinks he has time... then «meep meep meep» the FC Bayern roadrunner @AlphonsoDavies comes ahead. pic.twitter.com/Ox89gKWcrK— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) May 26, 2020 Hinn nítján ára Davies hefur slegið í gegn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bayern í vetur. Hann hefur leikið 32 leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Davies fæddist í Gana en fluttist ásamt foreldrum sínum til Kanada þegar hann var fimm ára. Hann lék með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann gekk í raðir Bayern í ársbyrjun 2019. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davies leikið sautján landsleiki fyrir Kanada og skorað fimm mörk.
Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira