Uppsagnirnar hafi ekki þurft að koma á óvart Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 11:32 Fannar Jónasson hefur gegnt embætti bæjarstjóra Grindavíkur frá árinu 2016. Grindavíkurbær/Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“ Grindavík Bláa lónið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“
Grindavík Bláa lónið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira