Menning

Ingi Garðar og Björg taka við stjórn hjá skóla­hljóm­sveitum í borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórar skólahljómsveitir eru starfræktar í grunnskólum Reykjavíkurborgar - ein í Austurbæ, ein í Árbæ og Breiðholti, ein í Vesturbæ og ein í Grafarvogi.
Fjórar skólahljómsveitir eru starfræktar í grunnskólum Reykjavíkurborgar - ein í Austurbæ, ein í Árbæ og Breiðholti, ein í Vesturbæ og ein í Grafarvogi. Reykjavíkurborg

Ingi Garðar Erlendsson hefur verið ráðinn stjórnandi Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðborgar og Björg Brjánsdóttir hefur verið ráðin stjórnandi Skólahljómsveitar Austurbæjar.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að Ingi Garðar sé sinni skólahljómsveit vel kunnugur en hann hefur kennt við sveitina og leyst af sem stjórnandi hennar síðastliðið ár.

„Ingi Garðar er básúnuleikari og tónlistarkennari með BA próf og MA próf í tónsmíðum og diplóma í hljóðfræði. Hann er tónskáld og hefur m.a. unnið útsetningar fyrir hljómsveitir.

Björg Brjánsdóttir er flautuleikari með BA próf frá Noregi og hefur stundað framhaldsnám í Þýskalandi. Hún hefur kennarapróf í líkamsbeitingu hljóðfæraleikara. Björg hefur reynslu af kennslu barna og stjórnun hljómsveita. Hún hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum hér heima og erlendis og stofnað til og tekið þátt í fjölda tónlistarverkefna og hópa. Hún hefur bæði samið og útsett tónlist,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.