Sjáum ekki fyrr en í haust hvernig staðan verður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 20:15 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri VInnumálastofnunnar. Stöð 2 Fjörutíu og tvö þúsund manns fá greiddar út bætur frá Vinnumálastofnun um mánaðamótin. Forstjóri stofnunarinnar segir sautján fyrirtæki hafa tilkynnt um hópuppsagnir í maí en yfir eitt þúsund manns hafa misst vinnuna í þeim. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi sé nokkuð minna í maí en apríl. Í maí verði það 14,8% en í lok apríl var það 17,8%. Þá er útlit fyrir að það dragi frekar úr atvinnuleysi í júní þar sem færri fyrirtæki hyggjast nýta sér hlutastarfaleið stjórnvalda þá. „Það mun draga verulega úr atvinnuleysisprósentunni. Þannig ég býst við því að hún verði svona samtals í kringum 11% í júní. Samkomubanninu er náttúrulega nánast aflétt núna. Þannig að mjög mikið af fólki er komið aftur í sína vinnu,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun bárust nokkrar hópuppsagnir í maí. „Það hafa borist hópuppsagnir núna frá 17 fyrirtækjum og það eru eitt þúsund tuttugu og sex einstaklingar sem að hafa fengið uppsagnarbréf.“ Unnur á von á að fólki á atvinnuleysisskrá fjölgi í ágúst. „Þá munu náttúrulega uppsagnirnar koma til framkvæmdar þannig. Þá er uppsagnarfrestinum lokið hjá þeim sem misstu vinnuna 1. maí og eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Við sjáum þetta ekki fyrr en í haust hvernig staðan verður.“ Unnur segir að um fjörutíu og tvö þúsund manns fá greiddar atvinnuleysisbætur fyrir maí en tíma taki að greiða út bæturnar. „Það er orðin alveg átta vikna frestur frá því þú sækir um þar til þú getur búist við greiðslu á meðan að staðan er eins og hún er núna,“ segir Unnur. Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fjörutíu og tvö þúsund manns fá greiddar út bætur frá Vinnumálastofnun um mánaðamótin. Forstjóri stofnunarinnar segir sautján fyrirtæki hafa tilkynnt um hópuppsagnir í maí en yfir eitt þúsund manns hafa misst vinnuna í þeim. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi sé nokkuð minna í maí en apríl. Í maí verði það 14,8% en í lok apríl var það 17,8%. Þá er útlit fyrir að það dragi frekar úr atvinnuleysi í júní þar sem færri fyrirtæki hyggjast nýta sér hlutastarfaleið stjórnvalda þá. „Það mun draga verulega úr atvinnuleysisprósentunni. Þannig ég býst við því að hún verði svona samtals í kringum 11% í júní. Samkomubanninu er náttúrulega nánast aflétt núna. Þannig að mjög mikið af fólki er komið aftur í sína vinnu,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun bárust nokkrar hópuppsagnir í maí. „Það hafa borist hópuppsagnir núna frá 17 fyrirtækjum og það eru eitt þúsund tuttugu og sex einstaklingar sem að hafa fengið uppsagnarbréf.“ Unnur á von á að fólki á atvinnuleysisskrá fjölgi í ágúst. „Þá munu náttúrulega uppsagnirnar koma til framkvæmdar þannig. Þá er uppsagnarfrestinum lokið hjá þeim sem misstu vinnuna 1. maí og eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Við sjáum þetta ekki fyrr en í haust hvernig staðan verður.“ Unnur segir að um fjörutíu og tvö þúsund manns fá greiddar atvinnuleysisbætur fyrir maí en tíma taki að greiða út bæturnar. „Það er orðin alveg átta vikna frestur frá því þú sækir um þar til þú getur búist við greiðslu á meðan að staðan er eins og hún er núna,“ segir Unnur.
Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira