Rautt spjald og dómarinn vildi flauta af á Akranesi | Rosalegt innkast skilaði KA sigri | Myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 16:56 Gonzalo Zamorano lék með ÍA síðasta sumar en fór svo aftur til Víkings í Ólafsvík. VÍSIR/DANÍEL Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58