Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 15:35 Thuram fagnar fyrra marki sínu í dag. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER Marcus Thuram skoraði tvívegis er Borussia Mönchengladbach vann Union Berlín 4-1 í þýsku úrvalsdeildinni. Hann fagnaði fyrra marki sínu með því að „taka hné“ og votta þar með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, sem og víðar, virðingu sína. Fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar fór Borussia Mönchengladbach með öruggan 4-1 sigur af hólm er Union Berlín kom í heimsókn. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Florian Neuhaus og Marcus Thuram. Sá síðarnefndi fagnaði marki sínu eins og segir hér að ofan. Sebastian Andersson minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks áður en Thuram bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. Títtnefndur Thuram er sonur Lilian Thuram sem átti farsælan feril með Parma, Juventus og Barcelona ásamt því að vera lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM árið 1998. Það var svo Alassane Plea sem gerði endanlega út um leikinn á 81. mínútu með fjórða marki Gladbach. Lokatölur 4-1 Mönchengladbach í vil sem er nú aðeins stigi á eftir Borussia Dortmund sem situr í öðru sæti deildarinnar. Dortmund, sem heimsækir Paderborn 07 klukkan 16:00, er með 57 stig á meðan Gladbach er með 56 stig. Þetta er ekki eina atvik helgarinnar þar sem leikmenn votta virðingu sína en fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for Floyd“ á fyrirliðaband sitt eins og við greindum frá í gær. Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Marcus Thuram skoraði tvívegis er Borussia Mönchengladbach vann Union Berlín 4-1 í þýsku úrvalsdeildinni. Hann fagnaði fyrra marki sínu með því að „taka hné“ og votta þar með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, sem og víðar, virðingu sína. Fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar fór Borussia Mönchengladbach með öruggan 4-1 sigur af hólm er Union Berlín kom í heimsókn. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Florian Neuhaus og Marcus Thuram. Sá síðarnefndi fagnaði marki sínu eins og segir hér að ofan. Sebastian Andersson minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks áður en Thuram bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. Títtnefndur Thuram er sonur Lilian Thuram sem átti farsælan feril með Parma, Juventus og Barcelona ásamt því að vera lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM árið 1998. Það var svo Alassane Plea sem gerði endanlega út um leikinn á 81. mínútu með fjórða marki Gladbach. Lokatölur 4-1 Mönchengladbach í vil sem er nú aðeins stigi á eftir Borussia Dortmund sem situr í öðru sæti deildarinnar. Dortmund, sem heimsækir Paderborn 07 klukkan 16:00, er með 57 stig á meðan Gladbach er með 56 stig. Þetta er ekki eina atvik helgarinnar þar sem leikmenn votta virðingu sína en fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for Floyd“ á fyrirliðaband sitt eins og við greindum frá í gær.
Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45