Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 18:00 Sancho sést hér fagna fyrra marki sínu í dag. Lars Baron/Getty Images Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45