Næst besti árangur í lækkun kolesteróls frá 1980 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 12:37 Hjartavernd Vísir/Vilhelm Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að gildi slæms kólesteróls, það er kólesteróls sem eftir er þegar svokallað gott HDL-kólesteról hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum. Slæma kólesterólið hefur lækkað næst mest í heiminu frá árinu 1980 á Íslandi og er Ísland með næst lægsta gildi í Evrópu. Þetta á við bæði um konur og karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjartavernd. Hjá Hjartavernd er rekin eina hérlenda rannsóknarstöðin í þessum efnum, en þar hefur gögnum um áhættuþætti tengda krónískum langvinnum sjúkdómum hefur verið safnað kerfisbundið frá 1967. „Vonda kólesterólið hefur lækkað mest í Belgíu en Norðurlandaþjóðirnar, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru í hópi þeirra tíu þjóða þar sem lækkunin hefur orðið hvað mest. Það vekur athygli að árið 2018 eru Lettland og Litháen meðal þeirra þjóða sem hafa hæst gildi á vonda kólesterólinu fyrir karla,“ segir í tilkynningunni. Mataræði hefur áhrif á gildi kólesteróls hjá fólki.Vísir/Getty Þá segir að hækkun kolesteróls í Asíu sé áhyggjuefni. Leiða megi líkur að því að hún muni hafa í för með sér verulega aukningu á ótímabærum dauðsföllum vegna hjartaáfalla. „Líklegt má jafnvel telja að þessar þjóðir geti í framtíðinni staðið frammi fyrir sams konar falli í lífslíkum og sást á Vesturlöndum á sjötta og sjöunda áratug síðasta aldar.“ Hins vegar megi rekja þann viðsnúning sem orðið hefur á Vesturlöndum, þar á meðal á Íslandi, fyrst og fremst til vitundarvakningar er kemur að áhættuþáttum hjartasjúkdóma og samstillts átaks, meðal annars fyrir hjartvænna mataræði. Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að gildi slæms kólesteróls, það er kólesteróls sem eftir er þegar svokallað gott HDL-kólesteról hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum. Slæma kólesterólið hefur lækkað næst mest í heiminu frá árinu 1980 á Íslandi og er Ísland með næst lægsta gildi í Evrópu. Þetta á við bæði um konur og karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjartavernd. Hjá Hjartavernd er rekin eina hérlenda rannsóknarstöðin í þessum efnum, en þar hefur gögnum um áhættuþætti tengda krónískum langvinnum sjúkdómum hefur verið safnað kerfisbundið frá 1967. „Vonda kólesterólið hefur lækkað mest í Belgíu en Norðurlandaþjóðirnar, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru í hópi þeirra tíu þjóða þar sem lækkunin hefur orðið hvað mest. Það vekur athygli að árið 2018 eru Lettland og Litháen meðal þeirra þjóða sem hafa hæst gildi á vonda kólesterólinu fyrir karla,“ segir í tilkynningunni. Mataræði hefur áhrif á gildi kólesteróls hjá fólki.Vísir/Getty Þá segir að hækkun kolesteróls í Asíu sé áhyggjuefni. Leiða megi líkur að því að hún muni hafa í för með sér verulega aukningu á ótímabærum dauðsföllum vegna hjartaáfalla. „Líklegt má jafnvel telja að þessar þjóðir geti í framtíðinni staðið frammi fyrir sams konar falli í lífslíkum og sást á Vesturlöndum á sjötta og sjöunda áratug síðasta aldar.“ Hins vegar megi rekja þann viðsnúning sem orðið hefur á Vesturlöndum, þar á meðal á Íslandi, fyrst og fremst til vitundarvakningar er kemur að áhættuþáttum hjartasjúkdóma og samstillts átaks, meðal annars fyrir hjartvænna mataræði.
Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira