Umfjöllun: Álftanes - Fram 0-4 | Vandræðalaust hjá Fram á Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 19:14 Lengjudeildarlið Fram lenti ekki í miklum vandræðum á Álftanesi í dag. vísir/haraldur Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum.
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira