Fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum hélt áfram að rúlla í dag en í dag fóru fyrstu leikirnir fram kvennamegin. Það voru bæði spennandi leikir og leikir sem voru langt frá því að vera á spennandi á dagskránni í dag.
Samherjar vann 3-0 sigur á Nökkva á Hrafnagilsvelli og Víðir rúllaði yfir KFB á Álftanesi. Staðan var 4-0 eftir 80 mínútur en liðin skoruðu svo sitt hvort markið áður en yfir lauk. Tindastóll vann svo 2-1 sigur á Kormáki/Hvöt í grannaslag.
SR vann svo 2-0 sigur á Uppsveitum en gamlar kempur eins og Hjörtur Júlíus Hjartason, Jens Sævarsson og Guðfinnur Þórir Ómarsson spiluðu með liði SR. Í Kópavogi mættust Ísbjörninn og Björninn. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 en Björninn hafði að lokum betur 5-4.
Í kvennaflokki gerði ÍA góða ferð í Hveragerði þar sem þær unnu 8-0 sigur og ÍR vann 2-1 sigur á Álftanes.
Öll úrslit dagsins eru fengin frá úrslit.net.