„Hver á alla þessa Salem pakka af sígarettum?“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 20:30 Konurnar í Kvenfélaginu Einingu í Holtum hafa gengið um 75 kílómetra og týnt allt rusl, sem þær hafa séð við vegina í sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær. Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær.
Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira