Hilmar heldur áfram að fríska upp á eldhúsið fyrir lítið Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2020 14:29 Hilmar eyddi litlu en fékk í staðinn nánast nýtt eldhús. Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar Hilmar Þór Norðfjörð, ljósmyndari, tók í gegn skápa á gamalli IKEA eldhúsinnréttingu og gaf henni nýtt líf eins og Vísir greindi frá. „Ég fékk fullt að skilaboðum þar sem fólk var að spyrja hvernig þetta var unnið, hvaða efni voru notuð og þess háttar. Það eru greinilega fleiri en ég í þessum hugleiðingum og þar sem ég á erfitt með að sitja kyrr þá ákvað ég að fara lengra með þetta og gera eldhúsið eins og nýtt,“ segir Hilmar um breytinguna. Vala Matt leit við hjá Hilmari og ræddi við hann um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudaginn. „Eftir að lakka neðri skápanna þá fékk ég hvatningu um að taka efri líka, frá mér en líka voru aðrir sem bentu mér á að það myndi lífga mikið upp á eldhúsið. Ég þorði því nú varla þar sem þeir eru upprunalegir og ég var hræddur um að skemma þá. Ég fékk því góð ráð hjá Gylfa sem er deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni en hann fór yfir með mér hvernig ég ætti að vinna þetta og hvaða efni væri best að nota. Ég endaði á að nota Lady hálfmatt lakk en það er gott flæði í því og svo kenndi hann mér líka trikk sem er að lakka með rúllu alltaf sömu átt, á kemur falleg og slétt áferð. Eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um en það eru þessi smáatriði sem skipta miklu máli til að ná þessu fallegu. Kostnaðurinn við að lakka efri og neðri skápanna var bara um fimmtán þúsund krónur sem er ansi langt frá því að kaupa nýtt.“ Hilmar lét ekki þar við sitja en eftir að innslag kom í Íslandi í dag um breytingarnar þá vildi hann klára breytingarnar. „Ég ákvað að fara alla leið með þetta fyrst þetta var farið að lúkka svona flott. Þegar ég var að kaupa málninguna í Húsasmiðjunni þá sá ég svört Damixa blöndunartæki og svartan vask og ég sá að þetta myndi gjörsamlega loka þessari uppfærslu á eldhúsinu. Ég endaði á að kaupa svörtu tækin og vask sem fóru á hvíta borðplötuna sem ég vildi ekki skipta út. Þetta setti alveg punktinn yfir i-ið og eldhúsið er alveg eins og nýtt úr kassanum,“ segir Hilmar. „Það skipti gríðarlega miklu máli að fá góðar ráðleggingar og aðstoð. Í stað þess að gera hlutina í fljótfærni og þurfa kannski að laga þá seinna eða fá fagmann til að laga þá er best að fá ráð um efnisval og undirbúning. Gylfi hjá Húsasmiðjunni sýndi mér ótrúlega mikla þolinmæði í að svara öllum misgáfulegu spurningunum frá mér en ég nýtti mér líka tæknina og tók upp myndbönd þar sem hann sýnir hvernig best er að gera þetta, svona til að hjálpa öðrum þá líka. En alls ekki vera hrædd við að spyrja, og sérstaklega spurningar sem þér finnst kjánalegt að spyrja, en það er betra að fá svar við öllu áður en ráðist er í hlutina.“ Frábær og peppandi hópur Fylgjendur Skreytum hús-hópsins á Facebook hafa getað fylgst með framvindunni en Hilmar hefur sett færslur þar inn reglulega. „Þessi hópur er frábær og mjög peppandi. Ég hefði aldrei lagt í þessa vegferð án þess að fá ábendingar, hrós og gagnrýni frá þessum skemmtilega hópi. Margir þarna eru í svipuðum pælingum og geta þá spurt mig eða séð hvernig ég gerði hlutina. Það er aldrei asnalegt að spyrja um ráð og ég hika ekki við að spyrja aðra, og hef gaman af því að svara þeim spurningum sem ég fæ.“ Aðspurður hvort fleiri verkefni séu í deiglunni þá svara Hilmar því til að það sé alltaf eitthvað að gerjast í hausnum á honum. „Ég er svakalega eirðarlaus og þarf helst að hafa margt fyrir stafni á sama tíma. Ef það er ekki að hanna og birta auglýsingar, taka ljósmyndir eða slíkt þá er ég líklega eitthvað að vesenast í húsinu eða garðinum. Þessu er líklega aldrei lokið - það má alltaf finna sér eitthvað til að hafa fyrir stafni og gera umhverfið sitt fallegra.“ Hérna að neðan má sjá myndband þar sem sýnt er hvernig best er að lakka og grunnvinna innréttingar eins og Hilmar gerði. Hús og heimili Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar Hilmar Þór Norðfjörð, ljósmyndari, tók í gegn skápa á gamalli IKEA eldhúsinnréttingu og gaf henni nýtt líf eins og Vísir greindi frá. „Ég fékk fullt að skilaboðum þar sem fólk var að spyrja hvernig þetta var unnið, hvaða efni voru notuð og þess háttar. Það eru greinilega fleiri en ég í þessum hugleiðingum og þar sem ég á erfitt með að sitja kyrr þá ákvað ég að fara lengra með þetta og gera eldhúsið eins og nýtt,“ segir Hilmar um breytinguna. Vala Matt leit við hjá Hilmari og ræddi við hann um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudaginn. „Eftir að lakka neðri skápanna þá fékk ég hvatningu um að taka efri líka, frá mér en líka voru aðrir sem bentu mér á að það myndi lífga mikið upp á eldhúsið. Ég þorði því nú varla þar sem þeir eru upprunalegir og ég var hræddur um að skemma þá. Ég fékk því góð ráð hjá Gylfa sem er deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni en hann fór yfir með mér hvernig ég ætti að vinna þetta og hvaða efni væri best að nota. Ég endaði á að nota Lady hálfmatt lakk en það er gott flæði í því og svo kenndi hann mér líka trikk sem er að lakka með rúllu alltaf sömu átt, á kemur falleg og slétt áferð. Eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um en það eru þessi smáatriði sem skipta miklu máli til að ná þessu fallegu. Kostnaðurinn við að lakka efri og neðri skápanna var bara um fimmtán þúsund krónur sem er ansi langt frá því að kaupa nýtt.“ Hilmar lét ekki þar við sitja en eftir að innslag kom í Íslandi í dag um breytingarnar þá vildi hann klára breytingarnar. „Ég ákvað að fara alla leið með þetta fyrst þetta var farið að lúkka svona flott. Þegar ég var að kaupa málninguna í Húsasmiðjunni þá sá ég svört Damixa blöndunartæki og svartan vask og ég sá að þetta myndi gjörsamlega loka þessari uppfærslu á eldhúsinu. Ég endaði á að kaupa svörtu tækin og vask sem fóru á hvíta borðplötuna sem ég vildi ekki skipta út. Þetta setti alveg punktinn yfir i-ið og eldhúsið er alveg eins og nýtt úr kassanum,“ segir Hilmar. „Það skipti gríðarlega miklu máli að fá góðar ráðleggingar og aðstoð. Í stað þess að gera hlutina í fljótfærni og þurfa kannski að laga þá seinna eða fá fagmann til að laga þá er best að fá ráð um efnisval og undirbúning. Gylfi hjá Húsasmiðjunni sýndi mér ótrúlega mikla þolinmæði í að svara öllum misgáfulegu spurningunum frá mér en ég nýtti mér líka tæknina og tók upp myndbönd þar sem hann sýnir hvernig best er að gera þetta, svona til að hjálpa öðrum þá líka. En alls ekki vera hrædd við að spyrja, og sérstaklega spurningar sem þér finnst kjánalegt að spyrja, en það er betra að fá svar við öllu áður en ráðist er í hlutina.“ Frábær og peppandi hópur Fylgjendur Skreytum hús-hópsins á Facebook hafa getað fylgst með framvindunni en Hilmar hefur sett færslur þar inn reglulega. „Þessi hópur er frábær og mjög peppandi. Ég hefði aldrei lagt í þessa vegferð án þess að fá ábendingar, hrós og gagnrýni frá þessum skemmtilega hópi. Margir þarna eru í svipuðum pælingum og geta þá spurt mig eða séð hvernig ég gerði hlutina. Það er aldrei asnalegt að spyrja um ráð og ég hika ekki við að spyrja aðra, og hef gaman af því að svara þeim spurningum sem ég fæ.“ Aðspurður hvort fleiri verkefni séu í deiglunni þá svara Hilmar því til að það sé alltaf eitthvað að gerjast í hausnum á honum. „Ég er svakalega eirðarlaus og þarf helst að hafa margt fyrir stafni á sama tíma. Ef það er ekki að hanna og birta auglýsingar, taka ljósmyndir eða slíkt þá er ég líklega eitthvað að vesenast í húsinu eða garðinum. Þessu er líklega aldrei lokið - það má alltaf finna sér eitthvað til að hafa fyrir stafni og gera umhverfið sitt fallegra.“ Hérna að neðan má sjá myndband þar sem sýnt er hvernig best er að lakka og grunnvinna innréttingar eins og Hilmar gerði.
Hús og heimili Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira