Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fer bráðlega af stað með nýja matarþætti á Stöð 2 þar sem hún fer um landið með matarvagn og reiðir fram girnilega rétti.
Í hádeginu í dag bauð Eva nokkrum vel völdum til að prufukeyra matarvagninn og mættu sumir til að fá sér í gogginn.
Meðal gesta voru Sóli Hólm, Reynir Bergmann, Kristín Ruth, Egill Ploder, Ívar Guðmunds, Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Þordís Valsdóttir, Þórhallur Gunnarsson, Vala Eiríks, Helgi Jean og margir fleiri.
Gestirnir voru heilt yfir sáttir við vefjurnar sem Evu Laufey matreiddi á staðnum.
Hér að neðan má sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, tók í hádeginu í dag.
Einnig má sjá nokkrar myndir af Instagram.


