Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 22:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira