Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 11:30 Hannes í leik með Valsmönnum síðasta sumar. vísir/getty Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira