Ríkisstjórnarsamstarfið „fráleit pæling“ en traustið til staðar Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12
Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34