Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 11:53 Þórólfur telur ekki líklegt að sambærileg staða komi upp á Íslandi. Við gætum þó átt von á að stök smit komi upp. Vísir/vilhelm Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54