Lífið

Ein skærasta stjarna Bollywood fannst látin

Atli Ísleifsson skrifar
Sushant Singh Rajput árið 2015.
Sushant Singh Rajput árið 2015. Getty

Indverski leikarinn Sushant Singh Rajput, ein af skærustu stjörnum Bollywood, er látinn, 34 ára að aldri. Hann fannst látinn í íbúð sinni í stórborginni Mumbai, en lögregla telur hann hafa svipt sig lífi, að því er fram kemur í frétt BBC.

Rajbut naut mikilla vinsælda í heimalandinu eftir að hafa komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, en hann er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni MS Dhoni: The Untold Story þar sem hann fór með hlutverk krikketleikmannsins MS Dhoni.

Margir hafa minnst Rajput á samfélagsmiðlum, þar á meðal forsætisráðherrann Narendra Modi sem minnist hans sem „skærs, ungs leikara sem hafi farið of snemma“.

Rajput sló í gegn árið 2013 fyrir hlutverk sitt í myndinni Kai Po Che sem vakti mikla á kvikmyndahátíðinni í Berlín það ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.