„Er rosalega mikil landsbyggðartútta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2020 11:31 Eva Laufey er lögð af stað um landið. Eva Laufey og nýi matarvagninn hennar ferðast um landið í sumar og hófst fjörið á laugardaginn. Áfangastaðirnir verða sex talsins og mun Eva gefa bragðmiklar samlokur á hverjum stað. Í Íslandi í dag á Stöð 2 á laugardaginn sagði hún áhorfendum frá þessum skemmtilega verkefni, þáttunum sem fara af stað í kjölfarið og fór yfir það hvernig hægt sé að reiða fram geggjaða grísasamloku í garðpartýum í sumar. „Við ætlum að ferðast um Ísland og byrjum í Þorlákshöfn, svo í Höfn í Hornafirði, svo er það Egilsstaðir og Húsavík og þá förum við í smá pásu og tökum síðan seinni rúntinn í ágúst,“ segir Eva þegar Sindri Sindrason leit við hjá henni í matarvagninn í síðustu viku. „Hugmyndin er að kynnast landinu, fólkinu þar og matnum. Á hverjum stað finn ég eitt hráefni sem er vinsælt þar og útbý samloku. Í Þorlákshöfn ætlum við að reiða fram grænmetissamloku þar sem við fáum pestó frá bændum þar, á Höfn í Hornafirði fáum við humar.“ Eva ætlar að kynna sér bæði matarmenninguna á stöðunum og líka þeirrar afþreyingar sem hægt er að prófa þar. „Ég er rosalega mikil landsbyggðartútta og ég elska landsbyggðina, þar er svo rosalega margt spennandi.“ Eva er stödd í Höfn á Hornafirði núna og sökum veðurs verður hátíðin á Höfn í hádeginu á morgun. Síðan verður hún á Egilsstöðum 17. júní og á Húsavík 19. júní. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Eva Laufey Ísland í dag Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Eva Laufey og nýi matarvagninn hennar ferðast um landið í sumar og hófst fjörið á laugardaginn. Áfangastaðirnir verða sex talsins og mun Eva gefa bragðmiklar samlokur á hverjum stað. Í Íslandi í dag á Stöð 2 á laugardaginn sagði hún áhorfendum frá þessum skemmtilega verkefni, þáttunum sem fara af stað í kjölfarið og fór yfir það hvernig hægt sé að reiða fram geggjaða grísasamloku í garðpartýum í sumar. „Við ætlum að ferðast um Ísland og byrjum í Þorlákshöfn, svo í Höfn í Hornafirði, svo er það Egilsstaðir og Húsavík og þá förum við í smá pásu og tökum síðan seinni rúntinn í ágúst,“ segir Eva þegar Sindri Sindrason leit við hjá henni í matarvagninn í síðustu viku. „Hugmyndin er að kynnast landinu, fólkinu þar og matnum. Á hverjum stað finn ég eitt hráefni sem er vinsælt þar og útbý samloku. Í Þorlákshöfn ætlum við að reiða fram grænmetissamloku þar sem við fáum pestó frá bændum þar, á Höfn í Hornafirði fáum við humar.“ Eva ætlar að kynna sér bæði matarmenninguna á stöðunum og líka þeirrar afþreyingar sem hægt er að prófa þar. „Ég er rosalega mikil landsbyggðartútta og ég elska landsbyggðina, þar er svo rosalega margt spennandi.“ Eva er stödd í Höfn á Hornafirði núna og sökum veðurs verður hátíðin á Höfn í hádeginu á morgun. Síðan verður hún á Egilsstöðum 17. júní og á Húsavík 19. júní. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Eva Laufey Ísland í dag Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira