Heitir 140 milljónum til þess sem veitt getur upplýsingar um hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júní 2020 20:02 Lögregla gengur út frá því að Anne-Elisabeth Hagen hafi verið myrt, en ekki er útilokað að henni hafi verið rænt. AP Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. Hagen sjálfur hefur stöðu grunaðs í málinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram á vef TV2 en sjónvarpsstöðin mun í kvöld sýna viðtal við Svein Holden, lögfræðing Hagen. Þar mun hann fara nánar yfir fundarlaunin og hvernig málið horfir við skjólstæðingi hans. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018 eftir að hún hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt þó enn sé talinn möguleiki á því að henni hafi verið rænt. Hagen hefur stöðu grunaðs hjá lögreglu vegna málsins en hann var handtekinn í apríl og settur í gæsluvarðhald. Hann hefur þó gengið laus frá því í síðasta mánuði þar sem Hæstiréttur úrskurðaði að leysa ætti Hagen úr varðhaldi, vegna skorts á sönnunargögnum. „Okkur þykir mjög sérstakt að hann sé grunaður í málinu. Tom Hagen heldur því sterklega fram að hann hafi ekki átt neina aðild að hvarfinu. Og miðað við hvernig málin standa teljum við að þetta sé besta leiðin til þess að fá upplýsingar um það hver kunni að vera sök á þessu,“ sagði Holden við TV2 um upphæðina sem Hagen, einn ríkasti maður Noregs, hefur heitið í skiptum fyrir gagnlegar upplýsingar. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tom Hagen hefur heitið því að greiða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að Anne Elisabeth Hagen, eiginkona hans, finnist tíu milljónir norskar krónur, um 140 milljónir íslenskra króna. Hagen sjálfur hefur stöðu grunaðs í málinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram á vef TV2 en sjónvarpsstöðin mun í kvöld sýna viðtal við Svein Holden, lögfræðing Hagen. Þar mun hann fara nánar yfir fundarlaunin og hvernig málið horfir við skjólstæðingi hans. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018 eftir að hún hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt þó enn sé talinn möguleiki á því að henni hafi verið rænt. Hagen hefur stöðu grunaðs hjá lögreglu vegna málsins en hann var handtekinn í apríl og settur í gæsluvarðhald. Hann hefur þó gengið laus frá því í síðasta mánuði þar sem Hæstiréttur úrskurðaði að leysa ætti Hagen úr varðhaldi, vegna skorts á sönnunargögnum. „Okkur þykir mjög sérstakt að hann sé grunaður í málinu. Tom Hagen heldur því sterklega fram að hann hafi ekki átt neina aðild að hvarfinu. Og miðað við hvernig málin standa teljum við að þetta sé besta leiðin til þess að fá upplýsingar um það hver kunni að vera sök á þessu,“ sagði Holden við TV2 um upphæðina sem Hagen, einn ríkasti maður Noregs, hefur heitið í skiptum fyrir gagnlegar upplýsingar.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. 8. júní 2020 17:40
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30
Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36