Katla hefur misst sjötíu kíló eftir magaermisaðgerð: „Maður þarf að taka hausinn í gegn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2020 10:29 Rætt var við Kötlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Árið 2018 fór Katla Snorradóttir í magaermisaðgerð og hefur síðan þá misst rúmlega 70 kíló eða helming þyngdar sinnar. Hún segir að það eina sem hún sjái eftir í dag er að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina. Sindri Sindrason hitti Kötlu á dögunum og ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var lögð mikið í einelti sem krakki og gert mikið grín af því hvað ég væri stór,“ segir Katla. „Það var mikið talað um það af fólki í kringum mig að ég þyrfti nú að fara grennast og þá bara borðaði ég meira. Sem krakki vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í þessu. Á unglingsárunum varð þetta verra og verra og maður borðaði bara til þess að bæla niður tilfinningar. Ég missi mömmu mína árið 2008 og þá gerðist það aftur að ég borðaði tilfinningar mínar í burtu. Og alltaf þegar það kom upp eitthvað áfall þá byrjaði ég aftur á því. Þetta er mikil matarfíkn og maður þarf að taka á henni eins og annarri fíkn.“ Katla hefur þurft að kljást við annarskonar fíkn á lífsleiðinni en segir að matarfíkn sé sú erfiðasta að ráða við. „Ég hef verið mikið jójó alla mína ævi. Náð að grennast og tók alla þessa kúra sem til voru. Það virkaði aldrei neitt. Ég fitnaði alltaf meira en það sem ég var áður en ég fór að grennast. Þetta var alltaf stigvaxandi.“ Árið 2017 missti hún síðan góðan vin sinn og tók því illa og leitaði huggunar í mat og þegar hún var þyngst var hún 152 kíló. Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig „Þarna bætti ég á mig einhverjum þrjátíu kílóum á þremur mánuðum. Þá kom upp umræða á Facebook um magaermisaðgerð. Ég fór að skoða þetta og hugsa um þetta en sagði alltaf við mig að ég gæti þetta alveg sjálf og mig langaði ekki að fara einhverja auðvelda leið út.“ Hún tók þó ákvörðun um að fara þessa leið að lokum og segist hafa verið komin á hættulegan stað. Katla segir að þetta hafi síður en svo verið auðveld leið að fara en góð fyrir hana. „Þetta gerðist snöggt en ég vissi áður en ég fór í aðgerðina að maður þarf að taka hausinn í gegn. Ég var byrjuð að undirbúa mig og þetta er í raun það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig.“ Katla segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni enda var hún hætt að geta gert hluti sem flestum finnst sjálfsagt að geta gert. „Ég átti heima á þriðju hæð og gat varla labbað upp stigann án þess að vera að andast. Það var erfitt að fara í sokka og ég gat ekki lengur naglalakkað á mér táneglurnar. Það var alltaf erfitt að setjast í sæti og sérstaklega ef það voru svona hliðarkarmar og flugvélar voru alltaf erfiðar. Þessir litlu hlutir sem fólk pælir ekkert í. Ég var hætt að geta krosslagt á mér fæturnar.“ Hún segir að viðbrögð fólks eftir að hún léttist hafi verið mikil og fólk almennt mun kurteisara við hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira