Lífið

Sá til þess að Adolf Ingi fékk ekki rúm á lúxushóteli í Dúbaí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi er landsþekktur hrekkjalómur.
Logi er landsþekktur hrekkjalómur.

Logi Bergmann er landsþekktur fyrir vinnustaðahrekki, sem hann lagði mikla vinnu í á löngum köflum. Í viðtali við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti Sölva ræðir Logi um grínið og segir meðal annars frá því þegar Adolf Ingi Erlingsson var á leiðinni á lúxushótel í Dúbaí fullur tilhlökkunar.

„Dolli er þarna að fara til Dúbaí og þetta er fyrir tíma internetsins. Við Dolli erum ágætis vinir og hann hafði mikinn húmor fyrir þessu. Hann var að fara á rosalega flott hótel og flottur golfvöllur og hann var rosalega mikið að sýna mér bæklinginn og ég náði að leggja símanúmerið á minnið,“ segir Logi sem hringdi því næst í hótelið.

Eftir símtal Loga í hótelið, þar sem hann sagði að trúarbrögð á Íslandi krefðust þess að ekki væri gist í rúmum, kom Adolf Ingi af fjöllum þegar það vantaði stað til að hvílast í herberginu. Logi viðurkennir að hann hafi nokkrum sinnum farið vel yfir strikið, en þá sé lykilatriði að kunna að biðjast afsökunar.

Í viðtalinu ræða Logi og Sölvi áhugaverðustu viðmælendurna, grínið, stemmninguna í Covid tímabilinu, fjölmiðlana og margt fleira eins og sjá má hér að neðan. Umræðan um hrekkinn hefst þegar 42 mínútur eru liðnar af viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.