Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 15:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira