Bað Miðflokksmenn um að sofa vel á tölfræði um ræðuhöld þeirra Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:38 Steingrímur taldi upp tölfræði um ræðuhöld Miðflokksmanna. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“ Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira