Mikill hugur og kraftur í íslenskum garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 12:55 Sveinn Sæland, sem er garðyrkjubóndi á Espiflöt en þar eru ræktuð afskorin blóm. Sveinn og hans fjölskylda er að fara að stækka stöðina eins og fleiri garðyrkjubændur í Reykholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð.
Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira