Hildur segir Þórdísi Lóu úti á túni í sínum málflutningi Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2020 16:22 Hildur og Þórdís Lóa. Víst er að grunnt er á því góða milli meiri- og minnihlutans í borginni. visir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, hellti sér yfir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist á Vísi. Þórdís Lóa var ekki ánægð með framgöngu Hildar í útvarpsþættinum Vikulokin sem er á dagskrá Rásar 1, nú um helgina og kallar málflutning hennar þar „einhvers konar met í dylgjum og ósannindum.“ Hildur hefur nú svarað Þórdísi Lóu og telur henni hollast að spara sér vandlætinguna. Púðurskot á ábyrgðarleysi Þórdís Lóa segir Ríkjavíkurborg vel rekna, með traustan og góðan ársreikning sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki ræða. Þá sakar hún Hildi um ósannindi; „að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt.“ Þá sakar Þórdís Lóa Hildi jafnframt um tvískinnung. Hún styðji borgarlínu en þó ekki nóg til að skora ódýr pólitísk mörk. „Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.“ Hildur gefur minna en ekkert fyrir þennan málflutning formanns borgarráðs þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar. „Það var sérstakur heiður þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nafngreindi mig í fyrirsögn á vandlætingarpistli dagsins. Þar skýtur hún púðurskotum á undirritaða en afhjúpar jafnframt grímulaust, ábyrgðarleysi sitt gagnvart fjármálum Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur. Hefði betur haldið sig við garðvinnuna Að sögn Hildar segir Þórdís Lóa rekstur borgarinnar sérlega blómlegan og kannast ekkert við þá neyðaraðstoð sem Reykjavíkurborg hefur óskað frá ríkinu – neyðaraðstoð sem fjallað var um í sérstakri umsögn borgarinnar til alþingis nýverið. „Umsögnin var á dagskrá borgarráðs á vordögum, hvar Þórdís Lóa gegnir formennsku, en kynnir sér greinilega ekki eigin fundargögn. Hún hefði betur haldið uppteknum hætti við garðvinnu – sem hún tók snemmbúið sumarleyfi fyrir - enda úti á túni í sinni umfjöllun.“ Hildur bendir á slóð þar sem finna má umrædda umsögn Reykjavíkurborgar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Með umsögninni fylgja niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í niðurstöðum starfshópsins segir meðal annars: Hildur á fundi borgarstjórnar ásamt Eyþóri Arnalds.visir/vilhelm „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum.” Óskir um óendurkræfan fjárstuðning frá ríkinu Hildur segir að það hafi verið á þessum grundvelli sem borgin ítrekaði óskir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um 50 milljarða óendurkræfan fjárhagsstuðning frá ríkinu - og annað eins að láni frá Seðlabanka Íslands á hagkvæmustu kjörum með 5-7 afborgunarlausum árum. „Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbúana og heimilin - rekstur borgarsjóðs yrði algjörlega ósjálfbær til margra ára. Undir umsögnina ritar sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Engin önnur sveitarfélög eiga þar hlut að máli. Miðað við íbúatölu yrði hlutdeild Reykjavíkurborgar í neyðaraðstoðinni um 60 milljarðar króna. Er Þórdís Lóa ómeðvituð um neyðarkallið?“ Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Efnahagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, hellti sér yfir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist á Vísi. Þórdís Lóa var ekki ánægð með framgöngu Hildar í útvarpsþættinum Vikulokin sem er á dagskrá Rásar 1, nú um helgina og kallar málflutning hennar þar „einhvers konar met í dylgjum og ósannindum.“ Hildur hefur nú svarað Þórdísi Lóu og telur henni hollast að spara sér vandlætinguna. Púðurskot á ábyrgðarleysi Þórdís Lóa segir Ríkjavíkurborg vel rekna, með traustan og góðan ársreikning sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki ræða. Þá sakar hún Hildi um ósannindi; „að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt.“ Þá sakar Þórdís Lóa Hildi jafnframt um tvískinnung. Hún styðji borgarlínu en þó ekki nóg til að skora ódýr pólitísk mörk. „Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.“ Hildur gefur minna en ekkert fyrir þennan málflutning formanns borgarráðs þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar. „Það var sérstakur heiður þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nafngreindi mig í fyrirsögn á vandlætingarpistli dagsins. Þar skýtur hún púðurskotum á undirritaða en afhjúpar jafnframt grímulaust, ábyrgðarleysi sitt gagnvart fjármálum Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur. Hefði betur haldið sig við garðvinnuna Að sögn Hildar segir Þórdís Lóa rekstur borgarinnar sérlega blómlegan og kannast ekkert við þá neyðaraðstoð sem Reykjavíkurborg hefur óskað frá ríkinu – neyðaraðstoð sem fjallað var um í sérstakri umsögn borgarinnar til alþingis nýverið. „Umsögnin var á dagskrá borgarráðs á vordögum, hvar Þórdís Lóa gegnir formennsku, en kynnir sér greinilega ekki eigin fundargögn. Hún hefði betur haldið uppteknum hætti við garðvinnu – sem hún tók snemmbúið sumarleyfi fyrir - enda úti á túni í sinni umfjöllun.“ Hildur bendir á slóð þar sem finna má umrædda umsögn Reykjavíkurborgar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Með umsögninni fylgja niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í niðurstöðum starfshópsins segir meðal annars: Hildur á fundi borgarstjórnar ásamt Eyþóri Arnalds.visir/vilhelm „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum.” Óskir um óendurkræfan fjárstuðning frá ríkinu Hildur segir að það hafi verið á þessum grundvelli sem borgin ítrekaði óskir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um 50 milljarða óendurkræfan fjárhagsstuðning frá ríkinu - og annað eins að láni frá Seðlabanka Íslands á hagkvæmustu kjörum með 5-7 afborgunarlausum árum. „Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbúana og heimilin - rekstur borgarsjóðs yrði algjörlega ósjálfbær til margra ára. Undir umsögnina ritar sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Engin önnur sveitarfélög eiga þar hlut að máli. Miðað við íbúatölu yrði hlutdeild Reykjavíkurborgar í neyðaraðstoðinni um 60 milljarðar króna. Er Þórdís Lóa ómeðvituð um neyðarkallið?“
Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Efnahagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira