Fylkir vann stórsigur en ÍA þurfti framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 22:15 Stefán Teitur var hetja ÍA í kvöld. Vísir/Bára Þá er öllum nema einum leik í Mjólkurbikarnum lokið. Fylkir og ÍA eru komin í 16-liða úrslit. Á meðan Fylkir vann 8-0 stórsigur á ÍH þá þurftu Skagamenn framlengingu gegn Kórdrengjum. Fylkir mætti í Skessuna í Hafnafirði og mætti þar 4. deildarliði ÍH. Mikið hafði verið fjallað um leikinn en þjálfari ÍH er Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH. Brynjari til ama var Sam Hewson ekki með en þeir eru fyrrum samherjar og taldi þjálfarinn sig vera með leið til að stöðva Hewson. Sama svo hvernig hefði farið með Hewson á vellinum þá áttu leikmenn ÍH engin svör gegn spræku Fylkisliði. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var allur höfðu Fylkismenn bætt við fimm til viðbótar. Arnór Borg Guðjohnsne skoraði þrennu og Arnór Gauti Ragnarsson tvennu. Aðeins róaðist leikurinn í síðari hálfleik en Fylkir bætti samt sem áður við tveimur mörkum. Þau gerðu Hákon Ingi Jónsson og Arnór Gauti Jónsson. Lokatölur 8-0 og ÍH geta nú einbeitt sér að 4. deildinni á meðan Fylkir fer áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Í Safamýri mættust Kórdrengir, sem leika í 2. deild, og ÍA sem leikur í efstu deild. Úr varð hörku leikur. Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Fylkis, kom Kórdrengjum óvænt yfir áður en tíu mínútur voru liðnar. Þannig var staðan allt fram á 69. mínútu þegar Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Skagamenn. Kórdrengir héldu eflaust að þeir hefðu tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit þegar Einar Orri Einarsson, einnig fyrrum leikmaður Keflavíkur, kom þeim aftur yfir þegar tæplega tíu mínutur voru eftir. Aftur jöfnuðu Skagamenn en að þessu sinni var það Hlynur Sævar Jónsson og því þurfti að framlengja. Þar var það Stefán Teitur Þórðarson sem reyndist hetja ÍA en hann skoraði sigurmark leiksins á 110. mínútu. Lokatölur 3-2 og Skagamenn komnir í 16-liða úrslitin. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Þá er öllum nema einum leik í Mjólkurbikarnum lokið. Fylkir og ÍA eru komin í 16-liða úrslit. Á meðan Fylkir vann 8-0 stórsigur á ÍH þá þurftu Skagamenn framlengingu gegn Kórdrengjum. Fylkir mætti í Skessuna í Hafnafirði og mætti þar 4. deildarliði ÍH. Mikið hafði verið fjallað um leikinn en þjálfari ÍH er Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH. Brynjari til ama var Sam Hewson ekki með en þeir eru fyrrum samherjar og taldi þjálfarinn sig vera með leið til að stöðva Hewson. Sama svo hvernig hefði farið með Hewson á vellinum þá áttu leikmenn ÍH engin svör gegn spræku Fylkisliði. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var allur höfðu Fylkismenn bætt við fimm til viðbótar. Arnór Borg Guðjohnsne skoraði þrennu og Arnór Gauti Ragnarsson tvennu. Aðeins róaðist leikurinn í síðari hálfleik en Fylkir bætti samt sem áður við tveimur mörkum. Þau gerðu Hákon Ingi Jónsson og Arnór Gauti Jónsson. Lokatölur 8-0 og ÍH geta nú einbeitt sér að 4. deildinni á meðan Fylkir fer áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Í Safamýri mættust Kórdrengir, sem leika í 2. deild, og ÍA sem leikur í efstu deild. Úr varð hörku leikur. Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Fylkis, kom Kórdrengjum óvænt yfir áður en tíu mínútur voru liðnar. Þannig var staðan allt fram á 69. mínútu þegar Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Skagamenn. Kórdrengir héldu eflaust að þeir hefðu tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit þegar Einar Orri Einarsson, einnig fyrrum leikmaður Keflavíkur, kom þeim aftur yfir þegar tæplega tíu mínutur voru eftir. Aftur jöfnuðu Skagamenn en að þessu sinni var það Hlynur Sævar Jónsson og því þurfti að framlengja. Þar var það Stefán Teitur Þórðarson sem reyndist hetja ÍA en hann skoraði sigurmark leiksins á 110. mínútu. Lokatölur 3-2 og Skagamenn komnir í 16-liða úrslitin.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann