Fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og hugsanlegt hópsmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 12:07 Víðir Reynisson er með þau skilaboð til þeirra sem koma til landsins frá löndum þar sem mikið er um smit að vera í eins litlum samskiptum og hægt er við annað fólk fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. STÖÐ2 Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17
Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37