Smit í tíu milljónum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 09:21 Ástandið þykir mjög slæmt í Brasilíu og annarsstaðar í Suður-Ameríku. AP/Leo Correa Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08
Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24
Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42
Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34
Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03
Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33