Hobby áfram næst mest nýskráða ökutækið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. júlí 2020 07:00 Hobby Excellent árgerð 2020 Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka. Alls var 1381 ökutæki nýskráð í júní í ár. Það er aukning um 84 ökutæki frá því í maí en einna mestur er munurinn á nýskráningu fólksbifreiða á milli mánaða. í maí voru nýskráðar 606 fólksbifreiðar en þær voru 836 í júní. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Fjöldi nýskráninga eftir undirtegund í júní 2020. Undirtegundir Þá voru 836 fólksbifreiðar nýskráðar og 145 hjólhýsi. Mest nýskráða undirtegundin var Outlander, með 74 nýskráningar, en nýskráðar Mitsubishi bifreiðar voru þó ekki eins margar eða 53. Þetta skýrist af því að nýskráð Can-Am Outlander fjórhjól voru 28 í júní. Mitsubishi Outlander var þrátt fyrir þetta einnig mest nýskráða staka undirtegundin. Suzuki Swift var í öðru sæti með 36 eintök og Toyota Rav4 í þriðja með 33 eintök. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækisflokkum í júní 2020. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í júní voru dísel knúin eða 381, næst flest bensín knúin, 366 og í þriðja sæti voru vélarlaus nýskráð ökutæki, 233. Ökutæki sem eingöngu eru knúin af dísel og bensíni voru því samtals 747. Vistvænni ökutæki sem hafa einhverskonar rafmótora eða ganga fyrir metan voru nýskráð í júní, 401. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent
Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka. Alls var 1381 ökutæki nýskráð í júní í ár. Það er aukning um 84 ökutæki frá því í maí en einna mestur er munurinn á nýskráningu fólksbifreiða á milli mánaða. í maí voru nýskráðar 606 fólksbifreiðar en þær voru 836 í júní. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Fjöldi nýskráninga eftir undirtegund í júní 2020. Undirtegundir Þá voru 836 fólksbifreiðar nýskráðar og 145 hjólhýsi. Mest nýskráða undirtegundin var Outlander, með 74 nýskráningar, en nýskráðar Mitsubishi bifreiðar voru þó ekki eins margar eða 53. Þetta skýrist af því að nýskráð Can-Am Outlander fjórhjól voru 28 í júní. Mitsubishi Outlander var þrátt fyrir þetta einnig mest nýskráða staka undirtegundin. Suzuki Swift var í öðru sæti með 36 eintök og Toyota Rav4 í þriðja með 33 eintök. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækisflokkum í júní 2020. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í júní voru dísel knúin eða 381, næst flest bensín knúin, 366 og í þriðja sæti voru vélarlaus nýskráð ökutæki, 233. Ökutæki sem eingöngu eru knúin af dísel og bensíni voru því samtals 747. Vistvænni ökutæki sem hafa einhverskonar rafmótora eða ganga fyrir metan voru nýskráð í júní, 401.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent