Guðni vísar því til föðurhúsanna að finna megi „hálf-fasísk“ skilaboð í myndbandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 19:55 Guðni Bergsson fyrir kappræðurnar í gær. vísir/vilhelm Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“ Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“
Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sjá meira
Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30
Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05
Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30
Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17