Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum lista­manna

„Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýstu vörur á verði sem ekki stóð neyt­endum til boða

Neytendastofa hefur slegið á putta verslunarinnar Á. Óskarssonar og Co í Mosfellsbæ eftir að hún auglýsti vörur á samfélagsmiðlum á verði sem ekki stóð neytendum til boða og sömuleiðis lægsta verð vöruflokks þar sem birt var mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins.

Neytendur
Fréttamynd

Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki

Þjóðkirkjan kynnti í dag nýtt merki og nýja vefsíðu. Biskup Íslands segir markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri, kostnaðurinn hlaupi á milljónum. Markaðssérfræðingur segir kirkjuna sækja í ræturnar. 

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði á­hrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis

Tveggja ára gamall spjallþráður á samfélagsmiðlinum Reddit leiddi til þess að ferðaþjónustufyrirtæki birtist ekki er gervigreindarmállíkan var beðið um tillögur í geira fyrirtækisins. Í spjallþráðnum var að finna slæma umsögn um fyrirtækið en framkvæmdastjóri stafrænnar markaðsstofu segir að um byltingu sé að ræða. Gervigreindin hlusti frekar á hvað fólk sé að segja um fyrirtækin heldur en hvað fyrirtækin sjálf segja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði

Aðeins 27 prósent svarenda nýrrar könnunnar segjast hlynnt því að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði. 36 prósent svarenda segjast ekki hafa skoðun á málinu og 38 prósent segjast andvíg veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krafa um betri ensku en ís­lensku reyndust mis­tök

Veitingastaðurinn Saffran auglýsti nýverið eftir starfsfólki en í auglýsingunni var gerð krafa um betri kunnáttu í ensku en íslensku. Innt eftir svörum um þessar áherslur gekkst Saffran við því að um mistök væri að ræða og leiðréttu auglýsinguna.

Menning
Fréttamynd

Flokkur Ingu tapaði fjöru­tíu milljónum

Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum.

Innlent
Fréttamynd

„Þorsti í auglýsingafé er tals­verður hjá Ríkis­út­varpinu“

Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðlar í kreppu

Enginn vafi er á því að fjölmiðlar á Íslandi eru í kreppu. Ekki bara vegna þess að ástandið í heild eða dagskrársamkeppnin milli þeirra innbyrðis hafi breyst á undanförnum árum heldur að viðskiptatækifæri og tekjumódel hafa riðlast. Þeir starfa í raunverulega alþjóðlegu umhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Miðla sögu jafn­réttis­bar­áttunnar á Ís­landi til út­landa

Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið.

Innlent
Fréttamynd

Í­MARk rýnir í markaðsheim fram­tíðarinnar

ÍMARK stendur fyrir viðburði þriðjudaginn 30. október í Grósku undir yfirskriftinni „Spáum í trend“. Þar verður sjónum beint að helstu straumum og þróun í markaðsmálum samtímans og hvernig samfélagsmiðlar, gervigreind og menning móta starfsumhverfi markaðsfólks í dag.

Samstarf
Fréttamynd

Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálf­sögð markaðs­setning?

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson furðar sig á nýjum Línu Langsokks-frostpinnum og spyr hvort það sé hlutverk Þjóðleikhússins að „markaðssetja sykurdrullu“. Þjóðleikhússtjóri segir ísinn hluta af almennu kynningarstarfi sem hafi viðgengist um árabil hjá íslenskum leikhúsum. Hann segir þó sjálfsagt að endurskoða slíkt fyrirkomulag.

Menning
Fréttamynd

Ég þori að veðja

Veðmálastarfsemi er í dag ólögleg. Það eru ekki allir meðvitaðir um það, eðlilega kannski, þar sem við sjáum íslenskar veðmálasíður auglýstar á hverjum einasta degi í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum og á íþróttaleikjum svo dæmi séu nefnd. En þessi veðmálafyrirtæki eru skráð erlendis og falla því ekki undir íslensk lög.

Skoðun
Fréttamynd

„Lé­leg“ hönnun gervi­greindar reyndist mannanna verk

Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks.

Menning