Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júlí 2020 12:40 Rögnvaldur segir þau sem smitast hafa að undanförnu hafa farið eftir öllum reglum, og rúmlega það. Enginn fótur sé fyrir skömmum í garð fólks sem veikist. Vísir/Vilhelm Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira