Ný brú yfir Ölfusá gæti orðið tilbúin 2024 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2020 13:11 Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. L Mynd/Vegagerðin. Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi.
Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00