Að minnsta kosti 44 eru látnir eftir að mikið óveður skall á suðurhluta Japan. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað rúmlega milljón manns að yfirgefa heimili sín vegna flóða og tíðra aurskriða.
Björgunarlið hefur átt í vandræðum með að ná til æákveðinna svæði, sér í lagi í Kumamoto, Kagoshima og Miyazaki á eyjunni Kyushu. Tíu er enn saknað á hamfarasvæðunum.
Staðfest er að fjórtán manns hafi látist á hjúkrunarheimili í Kumamoto.
Úrkoma í bænum Omura í Nagasaki hefur mælst 94,5 millimetrar á klukkustund og hefur flætt yfir stór svæði í kringum Kuma-fljót. Hafa borist fréttir af því að fjórtán brúm hið minnsta hafi skolað burt.
Búist er við að úrhellið haldi áfram á svæðinu og haldi yfir eyjuna Shikoku á morgun.