Griezmann minnti á sig með gulli af marki í öruggum sigri | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 17:00 Langri bið Antoines Griezmann eftir marki lauk í gær. getty/David Aliaga Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur leikjum í röð fékk Antoine Griezmann tækifæri í byrjunarliði Barcelona þegar liðið sótti Villarreal heim í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Griezmann þakkaði traustið og skoraði eitt marka Börsunga í öruggum 1-4 sigri. Mark franska heimsmeistarans var í glæsilegri kantinum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gaf Lionel Messi boltann á Griezmann með hælnum. Frakkinn vippaði svo boltanum frá vítateigslínu yfir Sergio Asenjo, markverði Villarreal, og í slána og inn. Þetta var fyrsta deildarmark Griezmanns fyrir Barcelona síðan 15. febrúar. Hann skoraði þá í 2-1 sigri á Getafe. Barcelona náði forystunni strax á 3. mínútu í leiknum í gær. Pau Torres, varnarmaður Villarreal, skoraði þá sjálfsmark. Gerard Moreno jafnaði fyrir heimamenn á 14. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Santis Cazorla sem Marc-André ter Stegen varði. Barcelona náði aftur forystunni á 20. mínútu þegar Luis Suárez sneri boltann glæsilega í fjærhornið eftir undirbúning frá Messi. Þetta var 194. mark Suárez fyrir Barcelona en með því jafnaði hann við László Kubala á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins. Eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði hinn sautján ára Ansu Fati á 87. mínútu. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar fjórum umferðum er ólokið í spænsku úrvalsdeildinni. Mörkin úr leik Villarreal og Barcelona má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Glæsileg mörk í sigri Barcelona á Villarreal Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur leikjum í röð fékk Antoine Griezmann tækifæri í byrjunarliði Barcelona þegar liðið sótti Villarreal heim í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Griezmann þakkaði traustið og skoraði eitt marka Börsunga í öruggum 1-4 sigri. Mark franska heimsmeistarans var í glæsilegri kantinum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gaf Lionel Messi boltann á Griezmann með hælnum. Frakkinn vippaði svo boltanum frá vítateigslínu yfir Sergio Asenjo, markverði Villarreal, og í slána og inn. Þetta var fyrsta deildarmark Griezmanns fyrir Barcelona síðan 15. febrúar. Hann skoraði þá í 2-1 sigri á Getafe. Barcelona náði forystunni strax á 3. mínútu í leiknum í gær. Pau Torres, varnarmaður Villarreal, skoraði þá sjálfsmark. Gerard Moreno jafnaði fyrir heimamenn á 14. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Santis Cazorla sem Marc-André ter Stegen varði. Barcelona náði aftur forystunni á 20. mínútu þegar Luis Suárez sneri boltann glæsilega í fjærhornið eftir undirbúning frá Messi. Þetta var 194. mark Suárez fyrir Barcelona en með því jafnaði hann við László Kubala á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins. Eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði hinn sautján ára Ansu Fati á 87. mínútu. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar fjórum umferðum er ólokið í spænsku úrvalsdeildinni. Mörkin úr leik Villarreal og Barcelona má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Glæsileg mörk í sigri Barcelona á Villarreal
Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira