Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2020 22:47 Jóhann Guðlaugsson ýtustjóri og annar eigenda verktakafyrirtækisins Framrásar ehf. í Vík. Stöð 2/Einar Árnason. Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan. Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan.
Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51