Segir ekki til fjármagn til að leggja betri vegi um allt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2020 11:55 Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira