Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:55 Slökkviliðsmenn í Jakútíu í norðaustanverðu Rússlandi glíma við mikla gróðurelda. Vísir/EPA Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar. Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar.
Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31