Lengjudeildin: Eyjamenn með umdeildan sigur | Afturelding skoraði sjö Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 20:10 Gary Martin skoraði með hendi guðs í sigri ÍBV. mynd/eyjafréttir Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann umdeildan sigur á Leikni Reykjavík og Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar með stæl, þegar þeir unnu Magna 7-0. Jonathan Glenn kom Eyjamönnum yfir á 18. mínútu en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Leikni á 27. mínútu eftir slakan varnarleik ÍBV. 1-1 Í hálfleik. Óskar Elías Zoega kom síðan Eyjamönnum aftur yfir með laglegu marki á 56. mínútu en á 77. mínútu jafnaði Sólon Breki úr vítaspyrnu fyrir Leikni. Aðeins tveimur mínútum síðar átti afar umdeilt atvik sér stað sem mögulega réði úrslitum leiksins. Gary Martin fékk þá boltann í höndina og þaðan fór boltinn í netið. Hann var þegar á gulu spjaldi og ef rétt hefði verið dæmt hefði hann fengið annað gult og þar með rautt, og markið fengi ekki að standa. Gary Martin innsiglaði síðan 4-2 sigur Eyjamanna undir lokin en enn og aftur er dómgæslan líklega það sem verður helst rætt um eftir þennan leik. ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga, 12 stig, en Leiknismenn í fjórða sæti með sjö stig. Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar og þeir ákváðu að gera það með glæsibrag. Mosfellingar völtuðu yfir Magna frá Grenivík og skoruðu sjö mörk gegn engu. Andri Freyr Jónasson fór á kostum og skoraði fjögur mörk og þeir Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson gerðu eitt mark hver. Afturelding lyftir sér upp í sjöunda sæti með þrjú stig en skilur Magnamenn eftir á botninum. Lengjudeildin Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann umdeildan sigur á Leikni Reykjavík og Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar með stæl, þegar þeir unnu Magna 7-0. Jonathan Glenn kom Eyjamönnum yfir á 18. mínútu en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Leikni á 27. mínútu eftir slakan varnarleik ÍBV. 1-1 Í hálfleik. Óskar Elías Zoega kom síðan Eyjamönnum aftur yfir með laglegu marki á 56. mínútu en á 77. mínútu jafnaði Sólon Breki úr vítaspyrnu fyrir Leikni. Aðeins tveimur mínútum síðar átti afar umdeilt atvik sér stað sem mögulega réði úrslitum leiksins. Gary Martin fékk þá boltann í höndina og þaðan fór boltinn í netið. Hann var þegar á gulu spjaldi og ef rétt hefði verið dæmt hefði hann fengið annað gult og þar með rautt, og markið fengi ekki að standa. Gary Martin innsiglaði síðan 4-2 sigur Eyjamanna undir lokin en enn og aftur er dómgæslan líklega það sem verður helst rætt um eftir þennan leik. ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga, 12 stig, en Leiknismenn í fjórða sæti með sjö stig. Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar og þeir ákváðu að gera það með glæsibrag. Mosfellingar völtuðu yfir Magna frá Grenivík og skoruðu sjö mörk gegn engu. Andri Freyr Jónasson fór á kostum og skoraði fjögur mörk og þeir Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson gerðu eitt mark hver. Afturelding lyftir sér upp í sjöunda sæti með þrjú stig en skilur Magnamenn eftir á botninum.
Lengjudeildin Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira