Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 20:00 Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00
Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09