Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12