Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 00:09 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart börnum í Úkraínu og fyrrverandi utanríkisráðherra. Sýn Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. „Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira