Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Telma Tómasson skrifar 13. júlí 2020 13:20 Þórólfur Guðnason Vísirl/Baldur Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent