Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún. Tyrkland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Tyrkland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira