Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira