Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Telma Tómasson skrifar 15. júlí 2020 13:27 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55