Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 19:15 Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama. Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama.
Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira