Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:27 Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill. Hann bankaði upp á heima hjá dómaranum, skaut son hennar til bana og særði eiginmann hennar. Myndin er sviðsett og úr safni. Vísir/Getty Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira